ÍSLENSKA

Saga – stiklað á stóru
Samantekt

Alþjóðaskólinn  á  Íslandi,  International  school  of  Iceland  (ISI),  var  stofnaður  árið  2004.  Frá upphafi  hefur  skólinn  verið  frumkvöðull  í  alþjóðlegri  grunnskólamenntun  á  Íslandi.  Hann  á rætur  sínar  að  rekja  til  bandaríska  sendiráðsskólans  sem  starfræktur  var  í  mörg  ár.  Skólinn býður upp á tvítyngda námsbraut og enska námsbraut. Nemendum á tvítyngdu námsbrautinni er kennt á íslensku og ensku. 

 

Skólinn hefur farið í gegnum úttekt hjá Menntamálaráðuneytinu og fékk þar mjög góða umsögn og árið 2017 hlaut skólinn tvöfalda alþjóðlega faggildinu.