FRÉTTIR

Upphaf nýrra ævintýra í Alþjóðaskólanum! 
17. Nóv 2017
 

Yngstu nemendur Alþjóðaskólans héldu á vit nýrra ævintýra þegar kennslusvæði þeirra voru flutt yfir í Þórsmörk, föstudaginn 17. nóvember. Nemendur, starfsmenn og foreldrar gengu saman frá Sjálandsskóla yfir í Þórsmörk í fallegu veðri og sólskinsskapi. “Megi þessu húsi ávallt fylgja Great Teaching, Great Learning, Great Fun” sagði Hanna Hilmarsdóttir skólastjóri þegar hún klippti á borðann.


Þetta fallega og virðulega hús “Þórsmörk” byggðu hjónin Þórarinn Símonarson flugeldasmiður og Ingunn Ingvadóttir iðnverkakona á árunum 1954-1956. Hjónin stofnuðu meðal annars Flugeldaiðjuna sem var starfrækt á landinu þar til árið 2005. Garðabær hefur nú standsett húsið sem er nú allt hið glæsilegasta en á sama tíma hefur náðst að viðhalda gamla hlýja andanum.


Alþjóðaskólinn hefur verið staðsettur í Sjálandsskóla í rúmlega 10 ára. Á þessum tíma hafa báðir skólarnir vaxið og dafna og nú er svo komið að þörf er á fleiri kennslurýmum. Yngstu nemendur Alþjóðaskólans munu hafa sín kennslusvæði í Þórsmörk en samnýta áfram að hluta til aðstöðu í Sjálandsskóla. “Við erum ekki í nokkrum vafa um að hér muni fara vel um
nemendur okkar og starfsmenn og við hlökkum til að takast á við þetta nýja verkefni” sagði Hanna Hilmarsdóttir skólastjóri að lokum.